Vísbendingar um mögulegt krabbamein í blöðruháls­kirtli

Á maður ekki bara að láta tékka á sér, er þetta eitthvað flókið ?

Jú, þetta er flóknara en kannski virðist við fyrstu sýn og hér er að finna svokallað ákvörðunartæki sem byggir bæði á fræðslu og spurningum sem inna þig eftir afstöðu þinni. Markmiðið er að aðstoða þig við að taka ákvörðun um hvort það henti þér að láta leita að vísbendingum um krabbamein í blöðruhálskirtli. Í kjölfar þess að fara í gegnum efnið og svara spurningunum færðu niðurstöður sem geta hjálpað þér við að taka ákvörðun hvað þetta varðar.

Efnið er ætlað körlum á aldrinum 50-70 ára.