Forsíða

Að taka ákvörðun

Samhliða því að þú hefur farið í gegnum upplýsingaefni þessarar síðu hefur þú verið beðinn um að svara hvort ýmsar staðhæfingar varðandi afstöðu þína gagnvart því að láta rannsaka blöðruháls­kirtilinn eigi við um þig.

Á næstu síðu getur þú farið yfir svörin þín til að meta hvort afstaða þín til staðhæfinganna sé eins og í upphafi.

Mundu að það eru hvorki rétt né röng svör. Tilgangurinn með spurningunum er að aðstoða þig við að átta þig á eigin afstöðu gagnvart því að láta leita að vísbendingum um krabbamein í blöðruhálskirtli.