Forsíða

Samtal við lækni

Þó að upplýsingarnar á þessum síðum séu vonandi hjálplegar þá koma þær ekki í staðinn fyrir samtal við lækni.

Samtal við lækni er hugsanlega mikilvægasta skrefið þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem tengjast heilsu þinni.

Til að taka ákvörðun, skaltu ræða málið við lækni og þá sem standa þér nærri.
Sumum finnst einnig gott að hafa einhvern með sér til læknisins þar sem ákvörðunin er rædd.

Þú getur annaðhvort rætt við heimilislækni eða þvagfæra­skurðlækni.

Hér eru nokkrar spurningar sem þú gætir viljað bera undir lækni.

  1. Getur þú útskýrt hvers vegna ég ætti að íhuga að láta rannsaka blöðruhálskirtilinn?
  2. Getur þú líka útskýrt hvers vegna ég ætti að hugleiða að láta ekki rannsaka blöðruháls­kirtilinn?
  3. Ef ég færi í rannsókn á blöðruhálskirtli og myndi greinast með krabbamein í , hvaða meðferðar­möguleikar stæðu mér þá til boða?
  4. Ég hef séð að læknar eru á ekki á einu máli um hvort menn sem ekki finna fyrir einkennum sem gætu bent til krabbameins í blöðruháls­kirtli ættu að láta rannsaka blöðruháls­kirtilinn?
    1. Hver er þín skoðun á þessu?
    2. Hvað myndir þú ráðleggja mér að gera?

Spurningar til læknis