Forsíða

Hvað hefur áhrif á líkurnar á að fá krabbamein í blöðruhálskirtil?

Aldur og fjölskyldusaga eru áhættuþættir sem enginn hefur stjórn á en ef þú þekkir þá gæti það gagnast þér til að taka ákvarðanir sem stuðla að góðri heilsu.

Aldur

  • Hækkandi aldri fylgja auknar líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli, sérstaklega eftir fimmtugt.
  • Meira en 70% allra tilfella krabbameins í blöðruhálskirtli greinast hjá mönnum sem eru eldri en 65 ára.

Mataræði

Ekki er komin endanleg niðurstaða varðandi það hvort mataræði hafi áhrif á þróun blöðruhálskirtilskrabbameins, en ýmislegt er rannsakað í þessum efnum. Almennt er þó talið að hollt og fjölbreytt mataræði bæti heilsu og líðan

Fjölskyldusaga og kynþáttur

  • Þeir sem eiga föður, bróður og/eða son sem greinst hefur með krabbamein í blöðruhálskirtli eru í meiri hættu á að fá slíkt krabbamein.
  • Því yngri sem einstaklingurinn er þegar hann fær krabbamein í blöðruhálskirtil, því meiri líkur eru á að karlkyns fjölskyldu­meðlimir hans fái einnig slíkt mein.
  • Þeir sem eru af afrískum uppruna eru í meiri hættu á að fá blöðruháls­kirtils­krabbamein.