Óæskileg afleiðing meðferðar. Mögulegar aukaverkanir meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini geta til dæmis verið að eiga erfitt með að stjórna þvagi og/eða hægðum. Einnig eru ristruflanir og þarmavandamál þekktar aukaverkanir.
Þáttur (eða þættir) sem eykur líkurnar á að einstaklingur fái sjúkdóm.
Kynkirtill karlmanna, er á stærð við golfkúlu. Hann er staðsettur fyrir neðan þvagblöðruna og umlykur þvagrásina. Helsta hlutverk hans er að framleiða sáðvökva.
Frumur í blöðruhálskirtlinum fara að vaxa og fjölga sér stjórnlaust. Misjafnt er hversu hratt krabbamein í blöðruhálskirtli vaxa. Flest eru hægvaxta og valda litlum eða engum einkennum og ólíkleg til að þarfnast meðferðar. Sum eru þó illvíg og líklegri til að dreifa sér og valda heilsufarsvanda og jafnvel dauða.
Yfirleitt veldur sýking bólgu í blöðruhálskirtli. Bólga í blöðruhálskirtli er ekki blöðruhálskirtilskrabbamein.
Afleiðing sjúkdóms sem sjúklingur finnur fyrir. Verkur er til dæmis einkenni.
Einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli geta verið: Tíð þörf fyrir að pissa (sérstaklega að næturlagi), þvagtregða (erfiðleikar með að byrja að pissa og/eða erfiðleikar með að tæma þvagblöðru), kraftlítil þvagbuna og/eða dropar í lok þvagbunu, sársauki eða sviði þegar pissað er, að geta ekki pissað, blóð í þvagi, ofsaþreyta, viðvarandi verkir (í mjóbaki, mjöðmum, mjaðmagrind eða ofarlega í lærum), þyngdartap (án þess að verið sé að reyna að léttast).
Aftasti hluti ristilsins (síðustu 20-25 sentimetrarnir). Endaþarmurinn geymir saur sem síðan er losaður úr líkamanum í gegnum endaþarmsopið.
Þeir sem eiga föður, bróður eða son (s.k. fyrstu gráðu ættingja) sem hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli eru sjálfir í aukinni áhættu á að greinast með slíkt mein. Líkurnar aukast enn frekar ef ættinginn var yngri en 60 ára við greiningu eða ef fleiri en einn náinn ættingi hefur greinst með meinið.
Ættingi með nánust erfðafræðileg tengsl. Hvað blöðruhálskirtilskrabbamein varðar er átt við föður, bróður eða son. (Systursonur, sonardóttir, móðursystir, föðurbróðir og amma og afi eru til dæmis annarrar gráðu ættingjar.)
Þegar niðurstaða úr skimunarprófi gefur til kynna að krabbamein sé til staðar þegar svo er í raun ekki. Þá myndi vefjasýni sem tekið væri í kjölfarið sýna fram á að niðurstöður skimunarprófsins væru rangar.
Þegar niðurstaða úr skimunarprófi gefur til að kynna að ekki sé um krabbamein að ræða þó að það sé í raun til staðar.
Í aðgerð er geislavirkum kornum komið fyrir inní eða nálægt krabbameininu. Kornunum er komið fyrir í blöðruhálskirtlinum með nálum sem stungið er inn í kirtilinn gegnum spöngina (milli endaþarms og eistna). Oftast er þessi aðgerð framkvæmd í svæfingu. Þetta er gert til að eyðileggja krabbameinsfrumurnar.
Tæki sem staðsett er fyrir utan líkamann er notað til að senda orkumikla geisla á krabbameinið í þeim tilgangi að eyðileggja krabbameinsfrumurnar.
Gleason-gráða er ein aðferð sem notuð er til að meta hversu hratt krabbameinið er líklegt til að þróast með því greina frumur æxlisins í smásjá. Þá er meininu gefin stig eftir ákveðnu kerfi út frá því hvernig vefjasýni úr meininu líta út í smásjá. Það gefur vísbendingar um hve líklegt sé að æxlið muni dreifa sér. Gleason-gráða er þó ekki óbrigðult viðmið til að spá fyrir um þróun sjúkdómsins.
Ef æxli reynist góðkynja þá er ekki um krabbamein að ræða.
Stækkun á blöðruhálskirtli. Góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli er ekki af völdum krabbameins en getur samt valdið svipuðum einkennum.
Meðferð við krabbameini sem gengur út á að lækka magn testósteróns í líkamanum. Testósterón er hormón sem krabbameinsfrumur þurfa á að halda til að fjölga sér. Oftast eru gefin lyf sem draga úr framleiðslu líkamans á testósteróni. Önnur leið er að fjarlægja eistun með skurðaðgerð. Markmið beggja aðferða er að draga úr vexti krabbameinsfrumnanna. Hormónahvarfsmeðferð er svokölluð virk meðferð en þó ekki læknandi meðferð þar sem slík meðferð læknar ekki meinið en getur hægt á eða stöðvað vöxt æxlis.
Þegar krabbameinsfrumurnar skipta sér hratt og geta dreift sér út fyrir kirtilinn.
Líffæri sem framleiðir og seytir frá sér einu eða fleiri efnum sem eru notuð í margvíslegum ferlum í líkamanum.
Hugtak sem er notað til að lýsa óeðlilegum og stjórnlausum frumuvexti. Krabbameinsfrumur geta dreift sér í nálæga vefi og í gegnum blóðrásina til annarra líkamshluta.
Skurðaðgerð og geislameðferð. Hugtakið læknandi meðferð er oft notað til að aðgreina þessar meðferðir frá virku eftirliti.
Uppgötvun krabbameins (t.d. Í kjölfar skimunar, greininga, ….) sem hefði annars ekki verið uppgötvað á meðan sjúklingur lifir. Slík krabbamein kallast dulin (latent) og vaxa hægt eða alls ekki. Dulin krabbamein krefjast yfirleitt ekki meðhöndlunar.
Þá eru notaðar hljóðbylgjur til að búa til mynd af blöðruhálskirtlinum. Hljóðbylgjurnar koma frá nema sem settur er inn í endaþarminn. Þegar bylgjurnar endurkastast af blöðruhálskirtlinum þá verður til mynstur sem er síðan er breytt í mynd með hjálp tölvu. Ómskoðun um endaþarm er notuð til að finna óeðlilegan vöxt í blöðruhálskirtlinum og til leiðbeiningar um hvar í blöðruhálskirtlinum ætti að taka vefjasýni.
Prótein (mótaefnavaki) sem búið er til af frumum í blöðruhálskirtlinum. PSA streymir um blóðið og hægt er að mæla það með einfaldri blóðprufu. PSA-gildi hækka hjá sumum mönnum sem eru með stækkaðan blöðruhálskirtil en PSA-gildið getur einnig hækkað vegna bólgu, sýkingar eða krabbameins.
Að geta ekki fengið eða viðhaldið risi / stinningu getnaðarlims.
Þegar krabbameinið hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn og til nálægra vefja. Eða þegar krabbameinið hefur dreift sér í eitla eða aðra hluta líkamans eins og þvagblöðruna, endaþarm, bein, lifrina eða lungun.
Þegar leitað er eftir merkjum um sjúkdóm í manneskju sem er einkennalaus. Til dæmis með því að skima fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini með þreifingu blöðruhálskirtils um endaþarm og með PSA-blóðprófi. Skimun getur átt við um prógram sem er hannað til að prófa marga einstaklinga.
Aðgerð þar sem líffæri eða hluti þess er fjarlægður eða lagfærður. Getur einnig átt við um aðgerð þar sem athugað er hvort sjúkdómur sé til staðar.
Ákvörðun sem er tekin þegar búið er að skoða allar mögulegar upplýsingar og mögulegar niðurstöður.
Er framkvæmd þar sem tekin eru vefjasýni sem síðan eru skoðuð undir smásjá til að athuga hvort einhverjar krabbameinstengdar frumubreytingar séu til staðar.
Þá er ekki valin læknandi meðferð heldur er fylgst náið með blöðruhálskirtilskrabbameininu með reglulegum PSA-prófum og vefjasýnatökum úr blöðruhálskirtli. Þessar prófanir eru síðan notaðar til að meta framvindu krabbameinsins og hvort hætta sé á að það sé líklegt til að valda skaða. Hægt er að hefja læknandi meðferð ef breytingar eru á framvindu krabbameinsins.
Prófun þar sem læknir þreifar á blöðruhálskirtlinum um endaþarm með fingri (notar hanska og gel til að valda sem minnstum óþægindum) til að athuga hvort eitthvað óeðlilegt sé til staðar. Sum æxli í blöðruhálskirtli er hægt að finna með þessari prófun.
Læknir sem er sérhæfður í sjúkdómum í þvagfæra- og æxlunarkerfi karla.
Getur átt við um erfiðleika við að hefja þvaglát og/eða tæma þvagblöðru. Einnig getur verið um að ræða, kraftlitla þvagbunu og/eða dropa í lok þvagbunu.
Óeðlilegur vöxtur vefja. Æxli geta verið illkynja (krabbamein) eða góðkynja (ekki krabbamein).
Þeir menn teljast í meðaláhættu sem eiga ekki föður, bróður eða son sem greindir hafa verið með blöðruhálskirtilskrabbamein fyrir 65 ára aldur og eru ekki af afrískum uppruna.
Blöðruhálskirtillinn er sérhæft líffæri karla, í honum myndast sæðisvökvinn. KirtillLíffæri sem framleiðir og seytir frá sér einu eða fleiri efnum sem eru notuð í margvíslegum ferlum í líkamanum. er staðsettur fyrir framan EndaþarmurAftasti hluti ristilsins (síðustu 20-25 sentimetrarnir). Endaþarmurinn geymir saur sem síðan er losaður úr líkamanum í gegnum endaþarmsopið. og rétt fyrir neðan þvagblöðruna og er á stærð við valhnetu eða golfkúlu.
Heilsufarsvandi í blöðruhálskirtli á sér fleiri orsakir en krabbamein.