Að taka ákvörðun um að óska eftir rannsókn á blöðruhálskirtli eða ekki

Rannsókn á blöðruhálskirtli felur í sér að leitað er að vísbendingum um krabbamein í blöðruhálskirtli með það að markmiði að greina sjúkdóminn á frumstigi (stundum er þetta kallað SkimunÞegar leitað er eftir merkjum um sjúkdóm í manneskju sem er einkennalaus. Til dæmis  með því að skima fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini með þreifingu blöðruhálskirtils um endaþarm og með PSA-blóðprófi. Skimun getur átt við um prógram sem er hannað til að prófa marga einstaklinga.).

Ef menn finna fyrir Einkenni blöðruhálskirtilskrabbameinsEinkenni krabbameins í blöðruhálskirtli geta verið: Tíð þörf fyrir að pissa (sérstaklega að næturlagi), þvagtregða (erfiðleikar með að byrja að pissa og/eða erfiðleikar með að tæma þvagblöðru), kraftlítil þvagbuna og/eða dropar í lok þvagbunu, sársauki eða sviði þegar pissað er, að geta ekki pissað, blóð í þvagi, ofsaþreyta, viðvarandi verkir (í mjóbaki, mjöðmum, mjaðmagrind eða ofarlega í lærum), þyngdartap (án þess að verið sé að reyna að léttast). er mælt með því að þeir láti rannsaka blöðruhálskirtlinn. En ef menn finna ekki fyrir einkennum er það val hvers og eins að fara eða fara ekki í slíka rannsókn. Erfitt getur þó reynst að taka ákvörðun um það þar sem innan heilbrigðiskerfisins er hvorki mælt með né á móti slíkri rannsókn fyrir menn sem eru einkennalausir. Mikilvægt er að ákvörðun þín sé byggð á upplýsingum um kosti og galla þess að fara í rannsókn á blöðruhálskirtli, samræðum við lækni og þínum eigin skoðunum og viðhorfum.