Að taka ákvörðun um að fara eða fara ekki í skimun fyrir krabbameini í blöðruháls­kirtli

SkimunÞegar leitað er eftir merkjum um sjúkdóm í manneskju sem er einkennalaus. Til dæmis  með því að skima fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini með þreifingu blöðruhálskirtils um endaþarm og með PSA-blóðprófi. Skimun getur átt við um prógram sem er hannað til að prófa marga einstaklinga. fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli felur í sér að leitað er með skipulögðum hætti að vísbendingum sem geta bent til sjúkdómsins hjá körlum sem finna ekki fyrir einkennum með það að markmiði að greina sjúkdóminn á frumstigi.

Hver og einn hefur val um að fara í skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. Erfitt getur þó reynst að taka ákvörðun um það þar sem innan heilbrigðiskerfisins er hvorki mælt með né á móti slíkri skimun. Mikilvægt er að ákvörðun þín sé byggð á upplýsingum um kosti og galla skimunar, samræðum við lækni og þínum eigin skoðunum og viðhorfum.