Forsíða

Þarf ég á þessari fræðslu að halda?

Hugsanlega veltir þú fyrir þér hvort það hafi eitthvað upp á sig að verja tíma í að fara í gegnum upplýsinga­efnið sem hér er að finna.

Staðreyndin er að það er flóknara en virðist í fljótu bragði að taka ákvörðun um að fara í rannsókn á blöðruhálskirtli, málið hefur á sér marga fleti.

Vonandi getur efnið upplýst þig um þessi mál og komið þér að notum, hvort sem þú tilheyrir hópi þeirra sem lætur rannsaka blöðruhálskirtilinn, velur að sleppa því eða hefur enn ekki myndað þér skoðun á því hvort slík rannsókn henti þér.