Forsíða

Þróun krabbameinsins

Þegar rannsókn á blöðruhálskirtli leiðir í ljós að krabbamein sé til staðar er einn helsti vandinn sá að ekki er hægt að segja til um með fullri vissu hvernig þróun meinsins verður í hverju tilfelli fyrir sig.

  • Mun það vaxa hratt og dreifa sér?
  • Er meinið hægvaxandi og staðbundið?
  • Gæti það mögulega valdið óþægindum á einhverjum tímapunkti?
  • Gæti það leitt til dauða?

Svokölluð Gleason-gráðaGleason-gráða er ein aðferð sem notuð er til að meta hversu hratt krabbameinið er líklegt til að þróast með því greina frumur æxlisins í smásjá. Þá er meininu gefin stig eftir ákveðnu kerfi út frá því hvernig vefjasýni úr meininu líta út í smásjá. Það gefur vísbendingar um hve líklegt sé að æxlið muni dreifa sér. Gleason-gráða er þó ekki óbrigðult viðmið til að spá fyrir um þróun sjúkdómsins. er notuð til að spá fyrir um hversu hratt krabbamein muni þróast og vaxa.