Forsíða

Að taka ákvörðun

Áður en þú ákveður hvort þú viljir láta leita að vísbendingum um krabbamein í blöðruhálskirtli er mikilvægt að þú áttir þig bæði á mögulegum ávinningi og áhættu af því. Einnig er nauðsynlegt að þú áttir þig á hvað skiptir þig mestu máli, það er grundvöllur þess að þú getir tekið ákvörðun sem þú ert sáttur við.

Notaðu ákvörðunartækið á fyrri síðu til að aðstoða þig við að átta þig á hvaða niðurstaða skiptir þig mestu máli.

Niðurstöður ákvörðunartækisins

  • Þú getur notað niðurstöðuna og skoðað svör þín við spurningunum til aðstoðar.
  • Þú getur prentað út úr ákvörðunar­tækinu og spurningar fyrir lækni
  • Vonandi kemur fræðslan þér að góðum notum en mundu að hún kemur þó ekki í staðinn fyrir samtal við lækni, vini, fjölskyldumeðlimi og aðra menn sem staðið hafa frammi fyrir sömu ákvarðanatöku.
  • Því betur sem þú kynnir þér og veltir fyrir þér þessum málum, því meiri líkur eru á að þú verðir sáttur við ákvörðun þína.