Forsíða

Mun skimun fyrir krabba­meini í blöðru­háls­kirtli gagnast mér?

Krabbamein eru mismunandi. Sum geta valdið þjáningu og leitt til dauða nema þau uppgötvist snemma og séu meðhöndluð strax. Önnur eru tiltölulega skaðlaus og hafa lítil sem engin áhrif á lífsgæði eða lífslengd.

Það kann að koma á óvart að í flestum tilfellum veldur krabbamein í blöðruhálskirtli ekki heilsufarsvanda eða leiðir til dauða. Kannski er erfitt að trúa þessu en hér verður fjallað um ýmislegt sem þú ættir að kynna þér til að átta þig betur á þessu.