Að lokum

Ef þú vilt óska eftir að láta rannsaka blöðruháls­kirtilinn getur þú leitað til heilsugæslu­læknis eða þvagfæra­skurðlæknis.
Blöðruháls­kirtils­krabbamein

Upplýsingar fyrir sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein (PDF)

Um efnið

Þetta fræðsluefni er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands og sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík og unnið að bandarískri fyrirmynd. Síðan hefur verið þýdd og staðfærð og er ætlað að aðstoða menn við að ákveða hvort þeir vilji láta leita vísbendinga um blöðruháls­kirtils­krabbamein eða ekki. Upprunalega vefsíðan sem fræðsluefnið byggir á hefur verið rannsökuð í Bandaríkjunum og reyndist notkun hennar auka þekkingu á rannsóknum til að leita að vísbendingum um blöðruháls­kirtils­krabbamein og auka ánægju með þá ákvörðun sem tekin var (Tomko o.fl., 2014; Taylor o.fl., 2013).

Skilgreiningar eða nánari útskýringar á orðum og hugtökum eru fengnar úr bandaríska fræðsluefninu sem ákvörðunartækið byggir á (http://prostatedecision.georgetown.edu/), af krabb.is og úr bæklingnum "Krabbamein í blöðruhálskirtli, leiðbeiningar fyrir karla sem eru nýgreindir með sjúkdóminn".